Jólamarkaðir Listaháskólans
Nemendur í hönnunar- & arkitektúrdeild verða með jólamarkaður í húsnæði deildarinnar að Þverholti 11. Þar munu nemendur í grafískri hönnun, vöruhönnun, fatahönnun og arkitektúr selja ýmsar hönnunarvörur og listmuni. Hægt verður að kaupa veitingar í mötuneytinu.
Markaðurin verður opinn frá fimmtudeginum 20.des til laugardagsins 22. Des. frá kl. 14:00-19:00, þessa þrjá daga.
Viðburðinnn á
facebook
Nemendur myndlistardeildar skólans taka þátt í jólabasar Kunstschlager að Rauðarárstíg 1 sem opnaði laugardaginn 15. desember og stendur til 23. desember. Opið verður alla daga frá 16:00-20:00.
Viðburðinnn á
facebook
Allir velkomnir
Jólapopup hönnuða í Hörpu
Popup verzlun verður með jólamarkað hönnuða í Hörpu í samstarfi við Epal helgina 22.-23. desember. Opnunartími verður frá 12:00 til 18:00.
Framboð vöru er fjölbreytt að vanda og ættu allir að finna eitthvað fallegt íslenskt í jólapakkan s.s tískuvöru, skartgripi, postulín, púða, bækur og jólapappír. Jóla verzlun PopUp hefur verið vinsæl síðustu ár og er markaðurinn einstakt tækifæri fyrir fagurkera til að koma, kynna sér það nýjasta í hönnun og gera góð kaup.
Viðburðurinn á facebook
Verið hjartanlega velkomin