Fréttir

16.12.2012

Origami námskeið í Gerðubergi




Helgina 26. - 27. janúar verður boðið upp á origami-námskeið fyrir hönnuði, lista- og handverksfólk í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Námskeiðið verður laugardag og sunnudag frá kl. 9 til 16. Origami, eða bréfbrot, er heillandi enda reglurnar einfaldar: Notast er við ferhyrndan pappír og hvorki er klippt, límt eða skreytt heldur aðeins brotið.

Leiðbeinendur á námskeiðinu verða hjónin Dave og Assia Brill en tilefnið er sýning á origami-listaverkum þeirra sem opnar í Gerðubergi 24. janúar. Sýningin stendur til 24. mars og er samstarfsverkefni áhugamannafélagsins Origami Ísland og Gerðubergs. Dave er enskur en Assia er frá Rússlandi. Þau hafa hannað fjölda brota, gefið út bækur og sýnt verk sín víða um heim. Þau hafa bæði mikla kennslureynslu.

Á námskeiðinu verða kennd klassísk origami brot auk þess sem leiðbeinendurnir kenna brot sem eru þeirra eigin hönnun. Námskeiðinu lýkur með sýningu á afrakstri nemenda.

Námskeiðsgjald kr. 28.000. - Pappír, hádegisverðir og kaffi innifalið.

Skráning á gerduberg@reykjavik.is fyrir 20. janúar.
Staðfestingargjald kr. 8.000.- greiðist við skráningu.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, hér.
















Yfirlit



eldri fréttir