Fréttir

28.1.2013

Samvinnusýning á HönnunarMars 2013



HönnunarMars fer fram í fimmta skiptið, dagana 14. - 17. mars 2013. Frá upphafi hafa það verið íslenskir hönnuðir sem bera hitann og þungann af dagskrá hátíðarinnar sem spannar langa helgi og býður til ótal viðburða, innsetninga og sýninga.

Meðal helstu sýninga í ár verður þverfaglegrar samvinnusýning hönnuða en þátttakendur þurfa að vera skráðir í eitt af fagfélögunum níu sem eiga Hönnunarmiðstöð Íslands.

Staðsetning sýningarinnar ræðst af fjölda þátttakenda og umfangi verkefna. Þátttökugjaldi verður stillt í hóf og verður líklega um 15.-20.000kr. en það mun liggja fyrir í janúar.

Sýningarstjóri verður Katarina Siltavuori, verkefnastjóri World Design Capital Helsinki 2012 en hún hefur mikla og fjölbreytta reynslu af sýningarstjórnun.

Skilyrði fyrir þátttöku er að tveir eða fleiri hönnuðir vinni saman að verki eða verkefni. Jafnframt er mælst til þess að verkefnið tengist þema HönnunarMars 2013 á einhvern hátt, en það er Magic eða töfrar/galdrar.

Lykildagsetningar

11. janúar
Óskað var eftir því að hönnuðir sem hefðu áhuga á að taka þátt í Samvinnusýningunni væru búnir að láta verkefnastjóra sýningarinnar (asdisbirgis@simnet.is og unnurgro@unnurgro.com) vita um áhuga á þátttöku. Þar átti ekki að skila neinu um verkefnið sjálft, eingöngu lýsa yfir áhuga.

31. janúar
Fyrir klukkan 17 þann 31. janúar skila umsækjendur inn verkefnum sínum til Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Vonarstræti 4b, 101 Reykjavík (pósthólf 590, 121 Reykjavík, ef sent í pósti, gildir póststimpill). Tillögur að verkum á sýninguna geta innihaldið:
A) Teikningar eða ljósmyndir (teikningar verða að vera vel útfærðar og skýrar)
B) Prótótýpa
C) Fullgerður hlutur

Verkunum skal fylgja stutt skrifleg lýsing á teyminu. Hún skal eingöngu innihalda grunnupplýsingar ss. nafn, netfang, símanúmer, heimasíðu, stutta lýsingu á menntun, reynslu og fyrri verkefnum. Hún skal vera á ensku og ekki lengri en 1-2 A4 síður.

4. - 7. febrúar
Dagana 4. - 7. febrúar kemur listrænn stjórnandi sýningarinnar til landsins til að fara yfir innsendar tillögur/verk. Í kjölfarið verður sýningarstaður ákveðinn í samráði við Hönnunarmiðstöð.

8. febrúar
Þann 8. febrúar verður tilkynnt um hvaða verk og verkefnateymi verða valin til þátttöku á sýninguna.

14. - 17. mars
HönnunarMars 2013 hefst þann 14. mars og verður sýningin opin á þessu tímabili.


Nánari upplýsingar

Verkefnisstjórar samvinnusýningarinnar f.h. aðildarfélaganna:
Ásdís Birgisdóttir f.h. Textílfélagsins asdisbirgis@simnet.is, sími 895-2745
Unnur S. Gröndal f.h. Leirlistarfélagsins unnurgro@unnurgro.com, sími: 699-5166

Stofnaður hefur verið verið hópur á Facebook þar sem upplýsingum um samvinnusýninguna verður miðlað og þar gæti fólk e.t.v. myndað teymi.

Næsti „Hönnuðir Hittast“ verður á Bergsson þann 30. janúar kl. 17:30. Þá er vika í skil á efni í dagskrá HönnunarMars. Viðburðinn á facebook.

Nánari upplýsingar um þátttöku í HönnunarMars hér.
















Yfirlit



eldri fréttir