Fréttir

7.12.2012

Samningar endurnýjaðir við aðalsamstarfsaðila HönnunarMars



Aðalsamstarfsaðilar HönnunarMars hafa endurnýjað samstarfsyfirlýsingu um samstarf hátíðarinnar 2013.

Þeir eru Icelandair, Síminn, Morgunblaðið og Icelandair Hotels.

HönnunarMars er langmikilvægasti viðburður á sviði hönnunar á Íslandi haldinn í mars ár hvert á yfir 50 stöðum um alla Reykjavík; í verslunum, á söfnum, vinnustofum og á torgum. Á dagskrá eru yfi 100 sýningar, opnanir, fyrirlestrar og innsetningar.

Hátíðin er nú haldin í fimmta sinn.

Frekari upplýsingar veitir Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars, greipur@honnunarmidstod.is

Samningarnir voru undirritaðir þann 29. nóvember s.l. og í kjölfarið var skálað á aðventugleði Hönnunarmiðstöðvarinnar. Myndir frá gleðinni má finna á blogsíðu Hönnunarmiðstöðvar, hér
















Yfirlit



eldri fréttir