Hafnarbúðir, verslunin Mýrin og veitingastaðurinn MAR hafa opnað á Geirsgötu 9. Staðsetning þeirra er góð tenging fyrir miðbæinn og hafnarsvæðið sem hefur þróast hratt og vel á síðustu misserum. Á svæðinu er að finna fjöldan allan af veitingastöðum, verslunum og vinnstofum hönnuða og listamanna. Tilkoma Hafnarbúða á svæðið er jákvæð viðbót við blómlegan rekstur svæðisins.
Verslunin Mýrin sem margir þekkja úr Kringlunni hefur nú opnað annað útibú í Hafnarbúðum. Verslunin er hönnuð af Sigríði Sigurðardóttur og Rannveigu Sigurðuardóttur. Þar er höndlað með úrval vara frá framúrskarandi íslenskum hönnuðum og listamönnum
Veitingastaðurinn MAR er hannaður af Hafsteini Júlíussyni og Karitas Sveinsdóttur hjá HAF. Hugmyndafræði staðarins var þróuð af samstarfi hönnuðanna, kokkum MAR og eigendum Elding hvalaskoðun en lögð var áhersla á heildarupplifun staðarins við hönnun hans.
Helsti innblástur útlits og anda staðarins kemur frá nafninu MAR sem þýðir haf á latínu. Stílinn og efnisvalið er eins konar óður til gömlu hafnarinnar, t.d. er svört klæðning á veggjum vísun í íslensku bryggjuhúsin og koparinn vísun í skipin. Jafnframt má sjá hin ýmsu sjávardýr, bæði fugla og fiska í mismunandi útfærslum í rýminu.
HAF fengu Guðnýu Hafsteins, keramikhönnuð til að sérhanna allan borðbúnað fyrir MAR og fékk hann nafnið Skarfastellið. Sigurður Oddsson grafískur hönnuður á jafnframt grafíkverk á staðnum sem nefnist Vistkerfi. Þar túlkar hann hafnarútsýnið en verkið er innblásið af Mósaíkverki Tollhússins.
Skarfastellið eftir Guðnýju, netljósin á MAR og grafíkverk Sigga verða til sölu í Mýrinni fljótlega.