Málþing um íslenskan arkitektúr var haldið þann 23. nóvember s.l. í Felleshús í Berlín í tilefni af opnun sýningarinnar Iceland and architecture?. Málþingið var vel sótt og var fyrirlestrasalur norræna hússins í Berlín fullskipaður áhugsömum gestum. Sýningin hefur hlotið mikla umfjöllun þar ytra.
Þeir arkitektar sem héldu fyrirlestur á málþinginun voru:
Pétur H. Ármannsson, arkitekt
The Mountains are their Castles – Contemporary Architecture and Local Traditions in Iceland
Olga Guðrún Sigfúsdóttir und Jörn Frenzel, arkitektar, Vatnavinir
Future of small things- Towards a human-centered architectural practice – a case study
Steve Christer, arkitekt, Studio Granda
Three houses - Making and meaning in Iceland, Germany and elsewhere
Hjördís Sigurgísladóttir & Dennis Davíð Jóhannesson, arkitektar
The Icelandic Embassy Residence in Berlin
Halla Helgadóttir, framkvæmdarstjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, tók þátt í pallsborðsumræðum.
Stjórnandi pallborðsumræðna: Peter Cachola Schmal, Direktor, DAM Frankfurt am Main
Málþingið fór fram á ensku
sýningin:
ICELAND AND ARCHITECTURE?
Fortíð – Nútíð – Framtíð
Með sýningunni er leitast við að varpa ljósi á íslenskan arkiektúr í fortíð, nútíð og framtíð. Í tengslum við sýninguna voru tekin viðtöl við sérfræðinga á sviði arkitektúrs og borgarþróunar. Velt var upp spurningum eins og hvaða áhrif hrunið hefið haft á uppbyggingu byggðar og hver framtíð íslensks arkitektúrs væri.
Sýninguna prýða ljósmyndir eftir Guðmund Ingólfsson og jafnframt er þar sýnd heimildamyndin »Future of Hope« eftir breska leistjórann Henry Bateman.
Sýningarstjóri: Peter Cachola Schmal (Director, DAM Frankfurt). Sýningin stendur til 6. janúar 2013.
Nordische Botschaften Felleshus
Rauchstraße 1
10787 Berlin
Opnunartímar:
Mán. - föst. kl. 10 - 19
lau. – sunn.kl. 11 - 16
lokað dagana 24. - 26. des., 31. des. og 1. jan.
Nánari upplýsingar á heimasíðu felleshus:
www.nordicembassies.org
Umfjöllun fjölmiðla í Þýskalandi um sýninguna og íslenskan arkitektúr að undanförnu:
www.detail.de/architektur/news/island-und-architektur
www.spiegel.de/kultur/gesellschaft/ausstellung-island-und-architektur-in-berlin
www.baunetz.de/meldungen/Meldungen-Ausstellung_und_Diskussion_in_Berlin
www.dbz.de/artikel/dbz_Island_und_Architektur_Ausstellung_in_Berlin