Grafísku hönnuðirnir Ármann Agnarsson og Jónas Valtýsson hafa verið valdir til að vinna einkenni HönnunarMars 2013. Ármann og Jónas vilja sem minnst segja frá tillögunni á þessu stigi málsins svo hún komi fólki sem mest að óvart en fyrstu sýnishorn einkennismerkisins verða gerð opinber um miðjan desember.
Það sem þeir hafa að segja um einkennið er eftirfarandi:
„HönnunarMars er vettvangur fyrir íslenska hönnuði til að koma verkum sínum á framfæri ár hvert. Við ætlum að myndgera þennan vettvang í samstarfi við fjölbreytta flóru íslenskra hönnuða.“
Úr þeim 30 umsóknum sem bárust voru 4 teymi hönnuða valin til að koma með tillögur að einkenni Marsins en það voru (í stafsrófsröð):
-
Ármann Agnarsson og Jónas Valtýsson
Hörður Kristbjörnsson
Daníel Freyr Atlason
Eva Dögg Guðmundsdóttir
Hrefna Sigurðardóttir
-
Einar Gylfasson og Jan Olof Nygren
Guðmundur Ingi Úlfarsson
Mads Freund Brunse
Fjölbreyttar tillögur bárust frá þessum teymum og reyndist það stjórn HönnunarMars nokkuð snúið að velja úr þeim. Stjórnin þakkar þeim kærlega fyrir þátttökuna og öllum umsækjendum fyrir sýndan áhuga.
Um HönnunarMars
HönnunarMars er stærsta sameiginlega verkefni íslenskra hönnuða ár hvert og um leið stærsta kynningarverkefni Hönnunarmiðstöðvar, hérlendis og erlendis. Næsti HönnunarMars, sá 5. í röðinni, verður haldinn dagana 14. - 17. mars 2013. Nánari upplýsingar
hér.
Hönnuðir hittast
Í aðdraganda Hönnunarmars hittast hönnuðir mánaðarlega til að fræðast og ræða um hagnýta hluti sem snúa að þátttöku í Marsinum. Næsti hittingur er 9. janúar og þá verður farið yfir þáttöku í DesignMatch og persónulega framkomu í semhengjum sem þessum. Nánar um Hönnuðir hittast,
hér.