Fréttir

5.12.2012

Jólamatarmarkaður | Beint frá býli og Búrið í jólastemningu



Ljúfmetisverslunin Búrið og Beint frá býli verða með með jólamatarmarkað þann 8 des. kl. 12-16. Markaðurinn verður haldinn á bílaplaninu í Nóatúni 17 og í húsnæðinu sem eitt sinn var undir Tölvulistann verður Tefélagið, Litli bóndabærinn og Búrið með sölu á allskyns góðgæti en þar verður einnig aðstaða til að setjast niður, njóta stemningarinnar og súpa á glöggi og kakó.

Yfir 30 framleiðendur mæta með vörur sínar, en á meðal þeirra eru: MATARBÚRIÐ, SOGN Í KJÓS, KIÐAFELL Í KJÓS, HVANNARLAMB FAGRADAL, BRAUÐ OG KÖKUGERÐIN, SÆLUOSTAR , SVANDÍS KANDÍS, ERPSSTAÐIR Í DÖLUM, MÓÐIR JÖRÐ, URTA ISLANDICA, SANDHOLT BAKARÍ, VÍNEKRAN, BJARTEYJARSANDUR, ÞORVALDSEYRI, HORNAFJARÐAR MAKRÍLL, HUNDASTAPI, HÁAFELL , TARIELLO, KAFFITÁR, RABBARBÍA, SALTVERK, ÞJÁLFARABRAUÐ, TEFÉLAGIÐ, HOLT OG HEIÐAR, SLOW FOOD KYNNING, BÚRIÐ, REYKHÖLL GUNNU Á RIFI, BEINT FRÁ BÝLI KYNNING.

Meðal þess sem verður til sölu : Grasfóðrað Nautakjöt,Tvíreykt hangikjöt, Hvannarlamb – alið á hvönn, Hrökkur, stökkur frá Hvammstanga, ferskostar frá sælu ostum í sveitinni, handgerður brjóstsykur, sveitaís, ekta dúkasigtað skyr, ostar, konfekt með skyri, lífrænar kryddsultur, kex, íslenskt sölt, krydd og síróp, pannetone og handgert konfekt, vínkynning, vistvænt svínakjöt, heimagerð kæfa, íslensk repjuolía, bygg, hveiti, heitreyktur makríll, allskonar sultur og allskonar geita afurðir, salami, pylsur etc – ísl. hráefni en ítölsk hefð, jólakaffi, rabarbara karmella og sulta, allskonar te, birkisyrop, rabarbara vörur, sala á piparkökum, jólaglöggur, sætreyktur ufsi, birkireykt ýsa, þorskur og síld.

Hönnuðir hafa á undanförnum misserum unnið með bændum með vöruþróun á ýmsu fallegu og frumlegu góðgæti. Samstarfverkefnið kallast Stefnumót hönnuða og bænda. Af þeim afurðum sem hafa komið út úr verkefninu mætti nefna:t sláturtertu, rúgbrauðsrúllutertu, rabbabarakaramellu og skyrkonfekt. Þess má geta að Skyrfonfektið vann "Product of the year 2012" verðlaunin hjá Grapevine, ásamt KnotKnot púðunum hennar Ragnheiðar Aspar og Playtime verkefninu hjá Krads. Meira um það á bloggi Hönnunarmiðstöðvarinnar.
















Yfirlit



eldri fréttir