°N Style Magazine er glænýtt tímarit á netinu sem leggur aðaláherslu á tísku og hönnun frá Norðurlöndunum.
Markmið °N Style Magazine er að tímaritið og heimasíðan verði afburða upplýsingaveita sem sér um að kynna, hvetja og skemmta lesendum um allt sem tengist skapandi greinum á Norðurlöndunum. Tímaritið er á ensku því °N Style Magazine vinnur að því að gera skapandi greinar á Norðurlöndunum aðgengilegri fyrir alþjóðamarkað.
Aðstandendur °N Style Magazine stofnuðu tímaritið við þau trúa því að tíska og hönnun frá Norðurlöndunum þurfi á meiri umfjöllun að halda. Þeir vilja auka vitund Norðurlandabúa á norrænum merkjum ásamt því að vekja áhuga á heimsvísu á rótgrónum sem og nýjum norrænum merkjum.
Í dag er mikill áhugi á Norðurlöndunum, þau þykja framandi og spennandi og það sama gildir um tísku og hönnun þaðan. Aðstandendum tímaritsins þykir að tísku- og hönnunarmerki ættu að nýta þann áhuga og tengja sig betur við uppruna sinn. Stofnendur trúa því að það að vera þekktur fyrir að vera frá Norðurlöndunum gefi auka forskot í dag.
Í fyrsta tímaritinu er meðal annars viðtal við Elínrósu Líndal framkvæmdastjóra ELLU, Poul Madsen stofnanda Normann Copenhagen og Anna-Karin Karlsson, rísandi stjörnu í tískuheiminum.
Stofnendur
°N Style Magazine var stofnað af Soffíu Theódóru Tryggvadóttur. Yfir 20 manns sem eru upprunalega frá Norðurlöndunum, en eru staðsett í 7 löndum, hafa að einhverjum hluta unnið að fyrsta tímaritinu. Kjarni teymisins er staðsettur í New York.
Til að fá meiri og betri upplýsingar um °N Style Magazine vinsamlegast hafðu samband við:
Soffía Theódóra Tryggvadóttir, ritstjóri °N Style Magazine
soffia@nordicstylemag.com
www.NordicStyleMag.com
www.Facebook.com/NordicStyleMag
www.Twitter.com/NordicStyleMag