Vík Prjónsdóttir sýnir tvær nýjar vörur, trefill og teppi úr línunni Nátthrafninn, í Skápnum í Hönnunarmiðstöð Íslands. Þetta er fyrsta útstillingin í Skápnum en hann er hugsaður sem vettvangur fyrir íslenska hönnuði og arkitekta til að koma verkum sínum á framfæri.
„Hrafninn hefur lifað í návist mannsins eins lengi og menn muna. Tilvist hans hefur hefur spilað stórt hlutverk í goðsögnum sem og þjóðsögum og eru fáir fuglar sem hafa öðlast slíkan sess í sögu okkar og menningu. Hrafninn er talinn sérstaklega úrræðagóður, skynsamur, gáfaður og kátur, og hafa menn ávallt borið mikla virðingu fyrir honum og spádómsgáfum hans." Segir Brynhildur Pálsdóttir, ein af hönnuðum Víkur Prjónsdóttur.
Þegar sólin skín á hrafnsfjaðrirnar koma í ljós margir fjólubláir og blágrænir litatónar í ljós og vísa litirnir í röndum teppisins og tefilsins í það. Hrafninn elskar gull og stelur því og fer með það í hreiðrið sitt. Í hrafnshreiðri má finna alls kyns glitrandi og glóandi glingur.
Hönnuðir Víkur Prjónsdóttur vildu í ústillingu sinni í Skápnum segja söguna af glysgjörnu eðli hrafsins. Í Skápnum hefur teppið fengið bakrunn glitrandi gullborða sem jafnframt dregur fram ólíka litatóna þess.
Hver útstilling í Skápnum stendur í 3 mánuði og geta áhugsamir arkitektar og hönnuðir haft samband við Ástríði,
astridur@honnunarmidstod.is eða Sari,
sari@icelanddesign.is til að sækja um að sýna í Skápnum.
Ljósmyndari:
Hulda Sif