Netagerðin er verslun og vinnustofa að Nýlendugötu 14 (gengið inn Mýrargötumegin) þar sem íslensk hönnun, myndlist og tónlist er á boðstólnum. Hún er rekin af þremur hönnunarfyrirtækjum; Stáss, Volka og Bryndísi Bolla ásamt Kongó sem selur og dreifir íslenskri tónlist.
Nú hefur Þóra Breiðfjörð keramiker gengið til liðs við þennan föngulega hóp með sitt undurfagra keramik. Þóra er löngu kunn fyrir hönnun sína sem hlotið hefur verðskuldaða athygli bæði hér heima og ytra. Um þessar mundir eru að koma frá henni nýjar vörur sem hún mun kynna í Netagerðinni, m.a. bjölluvasar úr postulíni, eldföst mót úr steinleir og eldfjallaösku og kökudiskar á handrenndum tréfótum sem tilvalið er að nota líka sem grunn undir aðventukrans.
Netagerðin er opin alla virka daga nema mánudaga frá kl 12:00-18:00 og
laugardaga frá kl 12:00-16:00.
www.netagerdin.is