Fréttir

16.11.2012

Vetrarhátíð | Tillögur að dagskráratriðum




Vetrarhátíð í Reykjavík verður haldin dagana 7.-10 febrúar 2013. Höfuðborgarstofa óskar eftir tillögum að dagskráratriðum fyrir 7. desember næstkomandi.

Yfirskrift hátíðarinnar er Magnað Myrkur og má það gjarnan speglast í viðburðum hátíðarinnar, þó það sé ekki skilyrði til þátttöku. Tekið verður vel á móti öllum tillögum. Óskað er eftir viðburðum á Vetrarhátíð, Safnanótt og Sundlauganótt.

Tillögur sendist á verkefnastjóra hátíðarinnar: Guðmund Birgi Halldórsson (gummi@visitreykjavik.is) og Karen Maríu Jónsdóttur (karen@visitreykjavik.is). Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma: 590 1500
















Yfirlit



eldri fréttir