Fréttir

13.11.2012

Málþing og opnun | Um íslenskan arkitektúr, í Berlín



23. nóvember 2012 kl. 18:00
MÁLÞING UM ÍSLENSKAN ARKITEKTÚR


Pétur H. Ármannsson, arkitekt
The Mountains are their Castles – Contemporary Architecture and Local Traditions in Iceland

Olga Guðrún Sigfúsdóttir und Jörn Frenzel, arkitektar, Vatnavinir
Future of small things- Towards a human-centered architectural practice – a case study

Steve Christer, arkitekt, Studio Granda
Three houses - Making and meaning in Iceland, Germany and elsewhere

Hjördís Sigurgísladóttir & Dennis Davíð Jóhannesson, arkitektar
The Icelandic Embassy Residence in Berlin

Halla Helgadóttir, framkvæmdarstjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands

Stjórnandi pallborðsumræðna: Peter Cachola Schmal, Direktor, DAM Frankfurt am Main

Málþingið fer fram á ensku

23. nóvember 2012 kl. 20:00
Opnun sýningarinnar:
ICELAND AND ARCHITECTURE?
Fortíð – Nútíð – Framtíð


S.E. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands og Sabine Schirdewahn, Ausstellungsleitung, verkefnastjóri sýningarinnar bjóða gesti velkomna.

Peter Cachola Schmal, Direktor, DAM Frankfurt am Main opnar sýninguna.

Með sýningunni er leitast við að varpa ljósi á íslenskan arkiektúr í fortíð, nútíð og framtíð. Í tengslum við sýninguna voru tekin viðtöl við sérfræðinga á sviði arkitektúrs og borgarþróunar. Velt var upp spurningum eins og hvaða áhrif hrunið hefið haft á uppbyggingu byggðar og hver framtíð íslensks arkitektúrs væri.

Sýninguna prýða ljósmyndir eftir Guðmund Ingólfsson og jafnframt er þar sýnd heimildamyndin »Future of Hope« eftir breska leistjórann Henry Bateman.

Sýningarstjóri: Peter Cachola Schmal (Director, DAM Frankfurt). Sýningin stendur til 6. janúar 2013.

Nordische Botschaften Felleshus
Rauchstraße 1
10787 Berlin

Opnunartímar:
Mán. - föst. kl. 10 - 19
lau. – sunn.kl. 11 - 16
lokað dagana 24. - 26. des., 31. des. og 1. jan.

Nánari upplýsingar á heimasíðu felleshus: http://www.nordicembassies.org/

Fyrir áhugasama, í Berlín eða þar um kring þann 23. nóvember, þá sér Soffía Gunnarsdóttir hjá Íslenska sendiráðinu í Berlín um skráningu á málþingið, sg@mfa.is, sími: +49 30-5050-4170.

Ljósmyndir með frétt eru úr bókinni Iceland and Architecture? sem gefin var út samhliða sýningunni. Ljósmyndari: Guðmundur Ingólfsson. Myndefni: Hof eftir Studio Granda annars vegar hins vegar Skuggahverfisblokkirnar teiknaðar af Schimdt, Hammer & Lassen A/S í samstarfi við Hornsteina Arkitekta ehf.
















Yfirlit



eldri fréttir