Fréttir

9.11.2012

Verkefni | Gagarín hannar gagnvirkar lausnir fyrir stærsta þjóðgarð Noregs




Gagarín
hefur verið ráðið í hönnun og framleiðslu á níu gagnvirkum sýningaratriðum fyrir Villihreindýrasafn sem sett verður upp í Hardangervidda í Noregi. Þjóðgarðurinn er sá víðfeðmasti í Noregi og innan hans lifir stærsti villti hreindýrastofn í Evrópu.

Guðmundur Jónsson arkitekt hannaði höfuðstöðvar garðsins og mun hann sjá um sýningarhönnun safnsins. Rannsóknarþáttur sýningarinnar mun verða í höndum vísindamanna á svæðinu, en áætluð opnun sýningarinnar er í maí 2013.

Þetta er þriðja safnaverkefnið sem Gagarín kemur að í Noregi á þessu ári en auk þess vinnur fyrirtækið að gagnvirkjum lausnum fyrir Mannréttindasafn Kanada (CMHR) sem ráðgert er að opnað verði árið 2014.

Allar nánari upplýsingar veitir Hringur Hafsteinsson í síma 693 3232
















Yfirlit



eldri fréttir