Fréttir

14.11.2012

Opnun | ATMO - íslenskt tízku- og hönnunarhús



ATMO býður upp á heimsins mesta úrval af íslenskri hönnun á einum stað.

Meðal þess sem er á boðstólnum í ATMO er fatnaður, skór, gjafavara, snyrtivörur, skartgripir, tónlist og bækur, en alls eru um sextíu íslensk vörumerki samankomin á þremur hæðum í versluninni, sem staðsett er að Laugavegi 91.

Í kjallara ATMO er að finna verslunina 9 Líf sem býður upp bæði fatnað og húsmuni sem leita framhaldslífs með nýjum eigendum. Vörurnar eru sérvaldar af stílistum hússins sem starfa með Góða hirðinum og Rauða Krossi Íslands, sem nýtur góðs af starfseminni. ATMO er segulstál og samkomustaður allra innlendra og erlendra unnenda að íslenskri hönnun og einnig þeirra sem vilja upplifa sköpun og nýjustu strauma á Íslandi.

Markmið ATMO er að auðvelda aðgang að íslenskri hönnun, auka veg og virðingu íslenskrar hönnunar, aðstoða íslenska hönnuði við að selja sína hönnun, bæði hérlendis og erlendis, þannig að þeir geti sett tíma sinn sem mest í að hanna og þróa nýjar vörur.

VÖRUMERKI ATMO: Álrún, As we grow, Atikin, Bility, Birna, Boas Kristjanson, Cintamani, Dead, Demo, EGF, Eggert Feldskeri, Embracing Faith, Færið, Gló, Go with Jan, Gust, Hanna Felting, Helicopter, Hendrikka Waage, Hildur Yeoman, Hlín Reykdal, Hringa, Huginn Muninn, Huld Design, Igló, Tréleikföng Jóhönnu, Líber, Lúka, Marta Jónsson, Mundi, Nikita, Postulína, Rey, Reykjavík Letter Press, Sápusmiðjan, Scintilla, Skaparinn, Skyn Iceland, Sóley Natura, Sonja Bent, Spaksmannsspjarir, Spíral, Staka, Stáss, Steinunn, Sunbird, Tulipop, Umemi, Una Skincare, Varma, Vík Prjónadóttir, Villimey

ATMO BÝÐUR ÖLLUM Í OPNUNARHÓF HÚSSINS ÞANN 15. NÓVEMBER KL. 16-19. KLIPPT VERÐUR Á BORÐANN VIÐ HÁTÍÐLEGA ATHÖFN KL. 16.30

Nánari upplýsingar veitir Ásta Kristjánsdóttir, framkvæmdarstjóri ATMO í síma 892-8920 og asta@atmo.is
















Yfirlit



eldri fréttir