Fréttir

13.11.2012

Hönnuðir hittast | Framsetning, PR og markaðsmál



Á þessum fundi verða markaðsmál og framsetning markaðsefnis tekin föstum tökum.

Þóranna K. Jónsdóttir, með Markaðsmál á mannamáli, gefur ráð og deilir trixum um notkun samfélagsmiðla til markaðssetningar.

Sari Peltonen, kynningarfulltrúi Hönnunarmiðstöðvar segir frá PR-ferlinu sem er að fara í gang fyrir HönnunarMars og hvernig hönnuðir geta nýtt Hönnunarmiðstöð og HönnunarMars til markaðssetningar.

Greipur, Edda, Halla og Ástríður hjá Hönnunarmiðstöðinni verða jafnframt á staðnum til að svara spurningum og skjóta inn gagnlegum ábendingum.

Hönnunarmiðstöð stendur fyrir mánaðarlegum opnum fræðslu- og spjallfundum í vetur. Fundunum er ætlað að vera gagnlegt hönnuðum og miðla hagnýtum upplýsingum um þátttöku í HönnunarMars en jaframt taka á viðfangsefnum sem tengjast hönnunarsenunni. Fundirnir sameina í fyrstu atrennu fræðslufundi og sameiginlegan vettvang fyrir hönnuði til að hittast og ræða sitthvað sem tengist starfinu sem hönnuður, verkefnunum og tækifærunum. Fundirnir verða haldnir mánaðarlega í ljúfu umhverfi Mathúss Bergsson þar sem boðið er upp á góðar veitingar á viðráðanlegu verði meðan á fundunum stendur.

Sérstakt hönnunartilboð:
Súpa dagsins og brauð 1190kr.
Samloka og bjór 1190/1290kr. (grænmetis/parmaskinka)

Dagskrá vetrarins:
26. sept | Almennur kynningarfundur - HönnunarMars 2013
24. okt | Þátttaka í HönnunarMars - Undirtónninn 2013
14. nóv | Framsetning, PR og markaðsmál
9. jan | DesignMatch þátttaka, framkoma og félagsleg samskipti
6. feb | Vika í skil á dagskrá, spurningar og svör
6. mars | Upptaktur að HönnunarMars

Sjáumst á miðvikudaginn n.k., þann 14. nóv., á Bergson,
Templarasundi 3, kl. 17.30.
















Yfirlit



eldri fréttir