Fréttir

6.11.2012

Stuðningur við NICE | Mikilvægur áfangi fyrir fatahönnuði á Norðurlöndunum



Fatahönnun fékk góða umfjöllun þegar Norræna ráðherranefndin hittist á dögunum. Á 64. fundi nefndarinnar sem haldinn var í Helsinki nú í lok október samþykkti nefndin að veita stuðning til verkefnisins New Nordic Fashion, eða NICE. Verkefnið er þróað af NFA, the Nordic Fashion Association í samtali við Norrænu ráðherranefndina. Megináherslur NICE eru að styðja og styrkja fatahönnun og hönnuði með því að samræma áherslur, miðla þekkingu og markaðssetja norræna fatahönnun sem brand. Það verður m.a. gert með því að þróa sameiginlegan þenningarbrunn sem verður miðlað á vefsíðunni nicefashion.org

Norrænu fatahönnunarfélögin notuðu tækifærið og héldu fund í Helsinki á sama tíma þar sem rætt var um hvernig NFA gæti stækkað og eflt starfsemi sína. Eva Kruse, formaður NFA kynnti NICE verkefnið fyrir Norrænu ráðherranefndinni og endaði kynningin með tískusýningu byggða á NICE Design Challenge frá tískuþinginu í Kapmannahöfn. Jafnframt voru nýjar línur sýndar eins og lína norska fatahönnuðarins Ninu Skarra ásamt því nýjasta frá H&M.

Eva Krusi, formaður og NFA og framkvæmdarstjóri Danish Fashion Institute er sannfærð um að samræmd markmið munu skipta sköpum fyrir fatahönnunariðnaðinn á Norðurlöndunum: „Þær raunir og áskoranir sem Norrænu fyrirtækin og hönnuðir eru að fást við þessa dagana verða best í leyst í sameiningu. Fyrir lítil lönd og lítil og meðalstór fyrirtæki getur sjálfbærni og samkeppnin um heimsmarkaðinn verið erfið. NICE verkefnið gefur fatahönnuðum á Norðurlöndunum tækifæri á markaðsetningu með sameiginlegum gæðastimpli sem getur styrkt stöðu og markaðsvirðri norrænnar fatahönnunar á heimsvísu. Staðfesting á stuðningi ráðherranefndarinnar er því alveg gríðarlega mikilvægur áfangi.”
















Yfirlit



eldri fréttir