Fréttir

26.10.2012

Úrslit | Samkeppni um viðbyggingu Menntaskólans við Sund



Úrslit voru kynnt í hönnunarsamkeppni Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar í samstarfi við Arkitektafélag Íslands þann 25.október s.l.. 19 tillögur bárust frá íslenskum og erlendum arkitektastofum og eru þær til sýnis á Háskólatorgi til 12. nóvember. Rýnifundur verður haldinn n.k. fimmtudag, þann 1. nóvember kl. 16:00.

Þremur tillögum voru veitt verðlaun, einni tillögu viðurkenningu með innkaupum og tveimur tillögum viðurkenningu sem athyglisverðar tillögur.

1. verðlaun: Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofan ehf.
Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur
Akos Doboczy, arkitekt
Zoltán V. Horváth, arkitekt

Ráðgjöf:
Vist og vera ehf.: Kristín Þorleifsdóttir PhD
Verkfræðistofa Erlends Birgissonar ehf.: Erlendur Birgisson
VSI-öryggishönnun og ráðgjöf ehf.: Gunnar Kristjánsson

2. verðlaun: A2f arkitektar

Aðalheiður Atladóttir, arkitekt FAÍ
Falk Krüger, arkitekt AKT
Birkir Einarsson, landslagsarkitekt FÍLA

Aðstoð: Bjarni Þorsteinsson, arkitekt

3. verðlaun: ARKITEO
Einar Ólafsson, arkitekt FAÍ
Ásta Berit Malmquist, arkitekt

Landslagsráðgjöf: Suðaustanátta ehf
Emil Gunnar Guðmundsson, landslagsarkitekt FÍLA

INNKAUP: Teiknistofa arkitekta GYLFI GUÐJÓNSSON OG FÉLAGAR EHF.
Arnfríður Sigurðardóttir, arkitekt FAÍ
Gylfi Guðjónsson, arkitekt FAÍ
Magnús Freyr Gíslason, arkitekt FAÍ MAA

Almenn ráðgjöf og aðstoð:
Jóhann Einar Jónsson, arkitekt FAÍ Verkfræðiráðgjöf:
Verkfræðistofan Víðsjá: Jón Logi Sigurbjörnsson

Landslagsráðgjöf: Landark ehf.: Pétur Jónsson, landslagsarkitekt FÍLA

Athyglisverð tillaga: ALARK arkitektar ehf.
Kristján Ásgeirsson, arkitekt FAÍ
Jakob E. Líndal, arkitekt FAÍ
Hans Orri Kristjánsson BA arch.
Bjarni Einarsson byggingafræðingur

Athyglisverð tillaga: HORNSTEINAR ARKITEKTAR
Andrés Nafi Andrésson, arkitekt FAÍ
Ólafur Hersisson, arkitekt FAÍ
Þórður Þorvaldsson, arkitekt
Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt FAÍ
Ragnhildur Skarphéðinsdóttir, landslagsarkitekt FÍLA
Sigríður Brynjólfsdóttir, landslagsarkitekt FÍLA

Hægt er að nálgast dómnefndarálit á heimasíðu Arkitektafélags Íslands.

Umsjónaraðili keppninnar er Framkvæmdarsýsla ríkisins. Í dómnefnd af hálfu verkkaupa voru Þórir Ólafsson, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Dagný Helgadóttir, arkitekt FAÍ, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og Þráinn Sigurðsson, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands voru Hörður Harðarson, arkitekt FAÍ og Sigríður Ólafsdóttir, arkitekt FAÍ. Ritari dómnefndar og og verkefnisstjóri var Gíslína Guðmundsdóttir, arkitekt FAÍ, verkefnastjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Trúnaðar- og umsjónarmaður dómnefndar var Gísli Þór Gíslason verkefnastjóri hjá Ríkiskaupum og honum til ráðgjafar Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ.
















Yfirlit



eldri fréttir