Þriðjudaginn 30. október býður Íslandsstofa til kynningarfundar um National Tourist Routes í Noregi. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13-15 og eru allir velkomnir.
Á fundinum mun Trine Kanter Zwerekh, kynningarstjóri hjá norsku vegagerðinni kynna National Tourist Routes, samstarfsverkefni norsku vegagerðarinnar og ferðaþjónustunnar þar í landi sem miðar að því að byggja upp vinsælar leiðir fyrir ferðamenn.
Þetta eru 18 ferðaleiðir sem valdar voru sérstaklega og hannaðar með hliðsjón af þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn og þeim náttúruperlum sem sjá má á leiðinni.
Því næst mun Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, fræða viðstadda um stöðuna á samstarfi Vegagerðarinnar við ferðaþjónustu á Íslandi. Þá stígur Hlynur Snæland Lárusson frá Snælandi Grímssyni fram og ræðir hugmyndir að samvinnu fyrrnefndra aðila í framtíðinni. Að lokum mun Þórarinn Malmquist arkitekt velta upp möguleikum hvernig hægt væri að vinna sambærilegt verkefni og National Tourist Routes hér heima.
Skráning fer fram á
islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000
Nánari upplýsingar veita Brynja Bjarkadóttir,
brynja@islandsstofa.is og Hermann Ottósson,
hermann@islandsstofa.is