Fréttir

23.10.2012

Mannamót | Reykjavík Marina - hugmynd og mörkun vörumerkisins



Á Mannamóti miðvikudaginn 31.október mun Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður Icelandair hótelanna, segja frá endurskilgreiningu vörumerkis Icelandair hótela (rebranding). Gagnger breyting var gerð á vörumerkinu í tengslum við breytingu Loftleiða í Reykjavík Natura. Sú breyting skapaði fordæmi fyrir ný hótel inn í keðjuna einsog Reykjavík Marina. Ef aðstæður leyfa mun Hildur einnig fara með gesti Mannamótsins í skoðunarferð um hótelið.

Mannamót er hugsað sem vettvangur til fræðslu um praktíska hluti, tengslamyndunar og spjalls í þægilegu og óformlegu umhverfi. ÍMARK hóf þessa viðburða og vettvangsröð haustið 2011 í samstarfi við Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð Íslands, Ský, FVH, RUMBA Alumni, MBA félag HÍ, Stjórnvísi, Klak, Innovit, KVENN, SFH og FKA.

Viðburðurnir eru ókeypis og ekki þarf að skrá sig - bara mæta!
Mannamótin verða alltaf síðasta miðvikudag í mánuði í vetur, á sama stað og á sama tíma.

Hvar: Marina, Mýrargata 2, 101 Reykjavík
Hvenær: Síðasta miðvikudag í mánuði, næsti fundur 31. október
Tími: kl.17-18:30

















Yfirlit



eldri fréttir