Fréttir

16.10.2012

Hönnuðir hittast | Þátttaka í HönnunarMars - undirtónninn 2013



Efnistök fundarins eru undirtónn eða þema HönnunarMars 2013, Magic eða töfragaldrar.

Sigrún Hlín Sigrðardóttir myndlistarkona ætlar að tala um skynjun með áherslu á sjón, og velta upp spurningum eins og hvort við getum nokkurn tímann upplifað heiminn eins og hann er í raun og veru og hversu margbreytilegan og flókinn raunveruleika við getum sæst á sameiginlega. Erum við meðvituð um hvernig við hugsum og hversu flókin skynjunin okkar er? Eru hugbúnaðarvillur í heilanum á okkur komnar til af því að við vorum ekki hönnuð í eitt skipti fyrir öll?

Innlegg Sigrúnar verður byggt á rannsóknarvinnu þeirra Sigrúnar og Sögu Garðarsdóttur leikonu, á því flókna fyrirbæri heilanum. Niðurstöður rannsóknarinnar kynntu þær nýverið á hressandi fyrirlestri á leik-og myndrænan hátt í Íslenskri Erfðargreiningu.

Hönnunarmiðstöð stendur fyrir mánaðarlegum opnum fræðslu- og spjallfundum í vetur. Fundunum  er ætlað að vera gagnlegt hönnuðum og miðla hagnýtum upplýsingum um þátttöku í HönnunarMars en jaframt taka á viðfangsefnum sem tengjast hönnunarsenunni. Fundirnir sameina í fyrstu atrennu fræðslufundi og sameiginlegan vettvang fyrir hönnuði til að hittast og ræða sitthvað sem tengist starfinu sem hönnuður, verkefnunum og tækifærunum. Fundirnir verða haldnir mánaðarlega í ljúfu umhverfi Mathúss Bergsson þar sem boðið er upp á góðar veitingar á viðráðanlegu verði meðan á fundunum stendur.

Sérstakt hönnunartilboð:
Súpa dagsins og brauð 1190kr.
Samloka og bjór 1190/1290kr. ( grænmetis/parmaskinka)

Dagskrá vetrarins:

26. sept | Almennur kynningarfundur - HönnunarMars 2013
24. okt | Þátttaka í HönnunarMars - Undirtónninn 2013
14. nóv | Hvernig má best nýta sér HönnunarMars. Framsetning / best practise
4. jan | DesignMatch þátttaka. PR og markaðsmál
5. feb | Vika í skil á dagskrá, spurningar og svör
6. mars | Upptaktur að HönnunarMars

Sjáumst á miðvikudaginn n.k., þann 24. okt, á Bergson, Templarasundi 3, kl. 17.30.
Endilega skráið ykkur á viðburðinn á facebook
















Yfirlit



eldri fréttir