Fréttir

11.10.2012

Spjall | um verk Birgis Andréssonar í i8 Gallery



Þröstur Helgason bókmenntafræðingur verður með spjall um verk Birgis Andréssonar í i8, Tryggvagötu 16, laugardaginn 13. október klukkan 15:00.

Birgir Andrésson (1955-2007) var einn af merkustu listamönnum landsins. Áður en hann lést um aldur fram átti Þröstur Helgason við hann mörg viðtöl þar sem hann skráði stórmerkilegar sögur sem Birgir hafði að segja. Þau samskipti urðu Þresti efniviður í bókina Birgir Andrésson – Í íslenskum litum, sem kom út hjá bókaforlaginu Crymogeu árið 2010.

Á sýningunni í i8 eru verk af ólíkum tíma úr fjölbreytilegum ferli Birgis og stendur hún til 20. október næst komandi. Þröstur Helgason er með MA gráðu í íslenskum bókmenntum og var menningarritstjóri Morgunblaðsins í meira en áratug.

Allir velkomnir
Nánari upplýsingar veitir Þorlákur Einarsson í síma 551 3666
















Yfirlit



eldri fréttir