Hópfjármögunun (e.crowd funding) hefur á undanförnum árum orðið vinsæl fjármögnunarleið verkefna af ýmsu tagi. Einna stærstir á þessu sviði er vefsíðan
kickstarter.com.
Hópfjármögnunarsíðan
karolinafund.com var formlega opnuð þann 5. október s.l.Vettvangurinn þykir mikill happafengur, en þeir sem hafa starfað við skapandi iðnað og nýsköpun eiga oft á tíðum erfitt með að fjármagna hugmyndir sínar.
Á meðal verkefna sem notendum gefst kostur á að styðja og taka þátt í er gerð á kvikmyndarinnar „Horseman“, sem er leikstýrð af Benedikt Erlingssyni. Á síðunni má einnig taka þátt í fjármögnun á nýjustu sólóplötu Péturs Ben, smátímarits Frosta Gnarrs sem veitir minna þekktum listamönnum vettvang til að sýna verk sín, ásamt fjölda annarra verkefna.
Ýtarlegt innslag um Karolinafund má sjá í þættinum
Djöflaeyjan sem sýndur var á RÚV þann 9. október s.l.
Allar nánari upplýsingar má finna á
karolinafund.com og á
Facebook.