Fréttir

2.11.2012

You are in control | 4. - 6. nóvember 2012 í Reykjavík



Alþjóðlega ráðstefnan You Are In control verður haldin í Reykjavík í fimmta sinn.

Alþjóðleg ráðstefna um stafræna miðlun skapandi greina.

Meðal fyrirlesara sem hafa staðfest komu sína eru listamaðurinn Tracey Moberly og Roberta Lucca frá tölvuleikjafyrirtækinu Bossa Studios.

Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control verður haldin í Reykjavík í fimmta sinn dagana 4. – 6. nóvember 2012 í Hörpu. Ráðstefnan tengir saman aðila sem starfa í skapandi greinum með áhuga á stafrænni miðlun.

Ráðstefnan snertir allar hliðar skapandi greina, svo sem mat, tölvutækni, bókmenntir, hönnun, tónlist, kvikmyndagerð, tölvuleikjagerð og viðskipti í því skyni að kanna nýjustu strauma, áhugaverða skörun greinanna, vandamál og úrlausnir.

Tekið verður á þýðingarmiklum en jafnframt faglegum málum með spurningum á borð við: Frammi fyrir hvaða áskorunum stöndum við á næstu tíu árum? Hver eru tækifærin? Hvernig geta þátttakendur You Are In Control 2012 hjálpað til við að leysa eða takast á við slík mál. Ráðstefnustjórinn í ár er Remi Harris.

Á meðal fjölda virtra fyrirlesara og þátttakenda í ár er Tracey Moberly sem mun fara yfir tech-art verkefnið sitt Text Me Up. Verkefnið er samantekt á persónulegum sms sendingum, margar frá frömuðum innan listheimsins, sem teknar hafa verið saman í bók sem er lýst sem ,,áhugaverðri nýtingu á nýrri samskiptatækni sem söguþræði, í anda verka Andy Warhols þar sem hann vinnur með Polaroid myndir”

,,Ég er mjög ánægð með að hafa verið boðið að flytja erindi á You Are In Control 2012 og hlakka mikið til að kynnast fjölbreytileika íslenskra listamanna og skapandi fólks,” segir Tracy. ,,Þetta er fullkominn vettvangur til að skoða hlutverk skapandi fólks þegar litið er á áskoranir og tækifæri sem mannfólkið stendur frammi fyrir næstu tíu árin. Ég mun ræða samspil umhverfis, fólksfjölgunar og persónuleika við framþróun stafrænna samskipta og spyr um staðsetningu skapandi geirans innan þess ferlis.”

Roberta Lucca mun einnig halda fyrirlestur á ráðstefnunni, hún kemur frá Bossa Studios, Lucca mun tala um tvö lykilverkefni sem Bossa vinnur að þessa dagana: það er Bafta verðlaunaverkefnið Monstermind [http://apps.facebook.com/monstermind], sem er Facebook app sem leyfir þátttakendum að byggja sinn eigin bæ með fyrirtækjum, heimilum og borgurum. Leikurinn leyfir þér síðan að kaupa skrímsli til að eyðileggja bæi Facebook vina þinna; Merlin The Game [www.merlingame.com], er spennandi leikur byggður á vinsælli samnefndri sjónvarpsþáttaröð en leikurinn verður gefin út í október á þessu ári.

Auk þess sem boðið verður upp á flotta dagskrá þá eiga þátttakendur einnig von á hugmyndavinnustofum, frábærum veitingum og afburðartónlist meðan á ráðstefnunni stendur.

Miðaverð
Miðaverð ef miði er keyptur fyrir 15. október kr. 20.000
Fullt miðaverð frá 16. október kr 30.000

Um You Are In Control:

You Are In Control er unnin í samstarfi við Íslandsstofu, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, Kvikmyndamiðstöð, Samtök íslenskra leikjaframleiðanda, Bókmenntasjóð, Leiklistasamband Íslands og Íslensku tónverkamiðstöðina.

Allar nánari upplýsingar veitir Kristjana Rós Guðjohnsen, Íslandsstofa Kristjana@islandsstofa.is Tel (+354) 511 4000
















Yfirlit



eldri fréttir