Iceland Innovation 2012 – an unConference er nýstárlegur nýsköpunarviðburður sem Landsbankinn stendur að í samstarfi við Háskóla Íslands og
Massachusettes Technology Leaders Council laugardaginn 3. nóvember á Háskólatorgi.
Viðburðurinn byggir fyrst og fremst á virkri þátttöku í umræðum og einkaviðtölum við sérfræðinga sem eru ýmist stjórnendur eða fjárfestar.
Tilgangurinn er að tengja saman frumkvöðla og sérfræðinga og aðstoða sprotafyrirtæki á Íslandi að ná meiri árangri.
Hvað er unConference?
Viðburðurinn er fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Hann er haldinn í samvinnu við Háskóla Íslands og Mass TLC í Boston sem sérhæfir sig í að hlúa að frumkvöðlastarfsemi. Mass TLC hefur haldið unConference viðburði frá 2008 og uppselt hefur verið á þá alla.
Viðburðurinn er ólíkur flestum öðrum ráðstefnum. Í upphafi viðburðarins er dagskrá hans autt blað. Þátttakendur móta dagskrána alfarið sjálfir. Fyrsta verk er að þátttakendur setja fram óskir um það sem þeir hafa áhuga á að ræða og panta viðtöl við fjölda sérfræðinga.
Bill Warner, einn af forsvarsmönnum viðburðarins í Boston:
„Það sem hrífur mig við viðburði af þessu tagi er að öll dagskráin snýst um nýsköpun og að hjálpa frumkvöðlum að fá aðstoð við að koma hugmyndum sínum og fyrirtækjum á framfæri.“
100 sæti í boði
Einungis 100 sæti eru í boði á unConference viðburðinn. Þátttökugjald er 2.900 kr. og innifalið eru öll ráðstefnugögn, hádegisverður og önnur létt hressing. Viðburðurinn hefst kl. 9.00 en lýkur kl. 16.00.
Skráning á viðburðinn.
Nánari upplýsingar á
heimasíðu Landsbankans