Krossmiðlun er heiti ráðstefnu fyrir markaðsfólk sem haldin verður í Hörpu þann 5. október. Þar munu fjórir sérfræðingar, þar af þrír erlendir, fjalla um aukið mikilvægi krossmiðlunar í markaðsmálum. Hugtakið krossmiðlun vísar til þess þegar sömu skilaboðin, til dæmis auglýsingar, eru útfærð sérstaklega fyrir hvern miðil, allt frá dagblaðaauglýsingu til snjallsíma, og ólíkir eiginleikar miðlanna þannig nýttir til að ná athygli.
Sem dæmi má nefna hvernig Domino’s hefur náð stórauknum árangri með því að nýta sér vefinn og snjallsíma í bland við hefðbundnari auglýsingar, en markaðs- og rekstrarstjóri fyrirtækisins,
Magnús Hafliðason, er meðal fyrirlesara.
Erlendu fyrirlesararnir þrír eru allir virtir sérfræðingar á sínu sviði
Gustav Radell, einn af æðstu yfirmönnum Google á Norðurlöndunum, kynnir nýjung sem fyrirtækið býður íslenskum viðskiptavinum sínum.
Martin Harrison, hjá Huge Inc, er margverðlaunaður markaðsmaður en hann fer yfir nýja möguleika netsins sem sölutækis.
Alexander Kahn, er sérfræðingur í markaðsmálum á netinu og starfar m.a. fyrir SAS, Fiat og EasyJet. Hann mun fjalla um ýmis tækifæri fyrir snjallsíma.
Það eru fyrirtækin í Kaaberhúsinu í Reykjavík sem standa fyrir ráðstefnunni en Andri Már Kristinsson, hjá Kansas sem sérhæfir sig í markaðssetningu á rafrænummiðlum, segir löngu tímabært að kynna íslenskum fyrirtækjum þá möguleika sem krossmiðlun hefur upp á að bjóða. „Nýjum miðlum fylgja nýjar áskoranir. Til dæmis er snjallsíminn sá miðill sem vaxið hefur hraðast í sögu mannkynsins. Þess vegna réðumst við í það að halda þessa ráðstefnu og bjóða þessum sérfræðingum til landsins til að kynna hugtakið krossmiðlun og þá nýju og spennandi möguleika sem nú eru í boði fyrir íslensk fyrirtæki.“
Bakhjarlar ráðstefnunnar eru: Auglýsingastofan Fíton, vefstofan Skapalón, Auglýsingamiðlun, Miðstræti og Kansas en öll starfa fyrirtækin í Kaaberhúsinu við Sæbraut þar sem lokahóf ráðstefnunnar verður haldið. Fundarstjóri er Sigmar Vilhjálmsson, veitinga- og fjölmiðlamaður.
Miðaverð er 19.900kr. og fer skráning fram á vef ráðstefnunnar,
krossmidlun.is
Nánari upplýsingar veitir
Andri Már Kristinsson (
andri@kansas.is) í síma 864 4282