Vík Pjónsdóttir á meðal 11 hönnuða frá Norðurlöndunum sem var boðið til að taka þátt í sýningunni SMART sem opnar í Helsinki þann 4. oktober næstkomandi. Auk Vík Prjónsdóttur þá taka eftirfarandi hönnuðir þátt í sýningunni: Kennet Williamsson, Fredrik Poulsen, Claydies, Liisa Hietanen, Mia E Göransson, Tor-Magnus Lundby, Morten Løbner Espersen, Uglycute, Åsa Jungeliusa og Nutty Tarts.
Í tengslum við sýninguna verður haldið málþing þann 31. september sem nefnist Smart Design, Smart Process seminar. Sýningin og málþingið er partur af dagskrá World Design Capital Helsinki 2012.
Sýningarstjórar eru Gustaf Nordenskjöld og Kira Sjöberg. Sýningin er staðsett í Nordic Culture Point, Kaisaniemenkatu 9B. Hún verður opin frá 4.10.- 2.11.2012.
smartprocess.in/