Fréttir

27.9.2012

WDC Helsinki 2012 | Íslensk hönnun áberandi í Helsinki í september


Íslensk hönnun var áberandi í Helsinki í september en í tengslum við verkefnið World Design Capital Helsinki 2012 og Hönnunarvikuna í borginni tóku íslenskir hönnuðir þátt í nokkrum samvinnuverkefnum.

15.000 manns heimsóttu sýninguna Everyday Discoveries á þeim 10 dögum sem sýningin var opin, dagana 6.-16.9.2012. Sýningin er stærsti viðburður World Design Capital Helsinki 2012 og var hún opin yfir Helsinki Design Week. Um 180 hönnuðir eða hönnunarteymi frá 23 löndum tóku þátt í sýningunni. Á meðal íslenskra þátttakenda voru Vík Prjónsdóttir, Studio Subba, Hrafnkell Birgisson, Dögg Guðmundsdóttir, Hafsteinn Júlíusson, Volki, Áslaug Jónsdóttir og Össur.

Sýningarstjórar voru IMU Design og framleiðendur voru Design Forum Finland.

Hér má sjá umfjöllun Design Week um Helsinki Design Week, þar m.a. má sjá myndir frá sýningunni Everyday Discoveries og vinnusmiðjunni Open The Tower í Cable Factory. Vinnusmiðjan var haldin af Krads, The Why Factory og Aalto University í samstarfi við LEGO. Þess má geta að að 5000 komu á sýninguna í Cable Factory.

Hönnunarmiðstöð stóð samhliða þátttöku hönnuðanna í verkefnunum fyrir kynningum á HönnunarMars og íslenskri hönnun. Meðal annars með viðtali í Morgunsjónvarpi Ríkissjónvarpsins þar í landi og umfjöllun í daglöðum og tímaritum.
















Yfirlit



eldri fréttir