Fréttir

26.9.2012

Sýningar | Gleðistund á föstudögum



Icelandair Reykjavík Natura tilnefnir hönnuð mánaðarins, mánaðarlega. Á hverjum föstudegi milli kl. 17-19 stendur hönnuður mánaðarins fyrir kynningarviðburði á hönnun sinni. Veitingastaðurinn Satt á Reykjavík Natura er með svokallaðan Happy Hour á sama tíma.

Í september voru valdir tveir hönnuðir mánaðarins en það voru Rósa Design og Helga í Gullkúnst. Síðasta kynning mánaðarins með þeim Rósu og Helgu verður á morgun föstudaginn 28. september.

Icelandair Reykjavík Natura (áður Hótel Loftleiðir)
Nauthólsvegur 52 101 Reykjavík
Alla föstudaga milli kl. 17-19
















Yfirlit



eldri fréttir