Fréttir

7.11.2012

Hugmyndasamkeppni | Umhverfi Gullfoss



Umhverfisstofnun efnir til hugmyndasamkeppni um framtíðarsýn á ferðamannasvæði við Gullfoss í samráði við Arkitektafélag Íslands. Bent er á að í auglýsingu um friðland við Gullfoss kemur fram að bannað er að skerða gróður, trufla dýralíf eða raska jarðmyndunum. Að mati útbjóðanda er mikilvægt að allar framkvæmdir á samkeppnissvæðinu verði afturkræfar og svæðinu verði skilað jafngóðu eða í betra ástandi til komandi kynslóða.

Þátttaka
Samkeppnin er hugmyndasamkeppni er opin öllum: Arkitektum, landslagsarkitektum og öðrum þeim er hafa góðar hugmyndir fram að færa. Útbjóðandi er fyrst og fremst að lýsa eftir grundvallar-hugmyndum um lausn á ákveðnu viðfangsefni. Tungumál þessarar samkeppni er íslenska. Allur texti innsendra tillagna skal vera á íslensku.

Verðlaun
Veitt verða verðlaun að heildarfjárhæð allt að kr. 2.700.000.00 . Stefnt er að veitingu 3ja verðlauna: 1. verðlaun verða að upphæð 1,500.000.00 króna, 2. Verðlaun verða 800.000.00 króna, 3. Verðlaun að upphæð 400.000.00 króna. Verðlaunaupphæðir eru með vsk. Auk þess er gert er ráð fyrir möguleikum á innkaupum tillögu/tillagna (ekki inni í verðlaunafjárhæðinni.) Útbjóðandi öðlast afnotarétt innsendra tillagna með þeim takmörkunum sem íslensk höfundarréttarlög kveða á um.

Gögn
Keppnislýsingin er aðgengileg á vef Arkitektafélags Íslands, á vef Félags íslenskra landslagsarkitekta, og á vef Umhverfisstofnunar frá og með 26.september 2012. Samkeppnisgögn verða afhent gegn skilagjaldi kr. 5.000, frá og með 26.september 2012 á skrifstofu Arkitektafélags Íslands, Engjateigi 9, Reykjavík á milli 9.00 og 13.00 virka daga.

Tillögum skal skila til trúnaðarmanns, á skrifstofu Arkitektafélags Íslands að Engjateig 9, eigi síðar en 30. nóvember 2012. kl. 17.00 að íslenskum tíma.

Nánari upplýsar á heimasíðu Umhverfisstofnunnar
















Yfirlit



eldri fréttir