Fréttir

24.9.2012

Námskeið | Ferilmöppugerð - ,,portfolio“


Unnið er úr eigin verkum sem geta verið ljósmyndir, teikningar, hönnunarverk o.s.frv. Í skólanum er aðstaða til að taka myndir af verkum sínum en þátttakandi þarf að hafa sína eigin myndavél. Námskeiðið hentar þeim sem eru að vinna að ferilmöppu vegna umsóknar um nám í hönnunar- og/eða listaskóla á háskólastigi. Á námskeiðinu er kennd framsetning á kynningu um sjálfan sig og eigin vinnu til stuðnings umsóknar um skóla. Mappan nýtist ennfremur sem kynning fyrir atvinnuumsókn.

Leiðbeinandi er Alena F. Anderlova kennari í Hönnunar- og handverksskóla Tækniskólans.
Námskeiðsgjald: 28.500 kr.
Námskeiðið verður haldið á laugardagsmorgnum, frá kl. 9-12:15 á tímabilinu 29. september – 27. nóvember 2012.

Skráning og nánari upplýsingar: http://www.tskoli.is/ferilmoppugerd/
















Yfirlit



eldri fréttir