Mörg fyrirtæki eru að velta fyrir sér hvort þau eigi að búa til App og hvort það sé leiðin til að koma í móts við breytta notkun fólks á símtækjum, en dag er sala á snjallsímum á Íslandi u.þ.b 80% af öllum seldum farsímum.
Helgi Pjetur Jóhannsson hönnuður og eigandi Stokk Software mun ræða um hröðustu tæknibyltingu sögunnar og þau tækifæri sem felast í því fyrir fyrirtæki að smíða vel heppnað App.
Magnús Hafliðason rekstrar- og markaðsstjóri Domino´s Pizza mun í framhaldi segja frá þeirra reynslusögu af því að nýta App sem markaðstæki og viðbót við þjónustuna, en fyrirtækið hefur náð frábærum árangi þar.
Hugmyndin með Mannamóti er að skapa vettvang þar sem fólk hittist til að spjallar saman í þægilegu og óformlegu umhverfi.
Mannamót munu vera aftur í vetur enda voru þau virkilega skemmtileg og vel heppnuð síðasta vetur. En það var haustið 2011 sem ÍMARK setti í gang Mannamót til að koma á laggirnar hlutlausum vettvangi þar sem félagar í hinum ýmsu samtökum geta hist og spjallað, myndað vinskap og styrkt tengslanetið.
Samstarfssamtök; ÍMARK, Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð, Ský, FVH, RUMBA Alumni, MBA félag HÍ, Stjórnvísi, Klak, Innovit, KVENN, SFH, FKA.
Stefnt er að því að hefja hvert Mannamót á stuttri kynningu, þar sem sagt er frá reynslusögu fyrirtækis, rannsókn, hugmyndafræði eða öðru áhugaverðu. Þetta er breytilegt hvert sinn en byrjar kl.17.15 svo fólk skal mæta tímalega. Athugið að þessi viðburður er ókeypis og ekki þarf að skrá sig - bara mæta!
Mannamótin verða alltaf síðasta miðvikudag í mánuði í vetur, á sama stað og á sama tíma.
Hvar: Marina, Mýrargata 2, 101 Reykjavík
Hvenær: Síðasta miðvikudag í mánuði
Tími: kl.17-18.30
Hittumst! Gott tengslanet er gulls ígildi!