Mánudagsspjall og spekúlasjónir er ný viðburðaröð sem unnin er í samstarfi við Þjónustumiðstöð Breiðholts. Á haustmisseri verður lögð áhersla á skipulags- og umhverfismál borgarinnar. Hér skapast nýr vettvangur til að bera upp hugmyndir, ræða málin og vekja athygli á því sem vel er gert eða betur má fara. Spjallið fer fram í kaffihúsi Gerðubergs þar sem gestir geta keypt kaffi og með því og átt fróðlega og notalega stund síðasta mánudagskvöldið í hverjum mánuði.
Ókeypis aðgangur!
24. september kl. 20
Mánudagsspjall og spekúlasjónir... um dalinn okkar
Umsjón: Hollvinasamtök Elliðaárdalsins
22. október kl. 20
Mánudagsspjall og spekúlasjónir... um verkefnið Borg fyrir fólk
Umsjón: Ólafur Mathiesen arkitekt og Ólöf Örvarsdóttir skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar
26. nóvember kl. 20
Mánudagsspjall og spekúlasjónir... um lífleg torg og opin svæði
Umsjón: Hans H. Tryggvason arkitekt og verkefnastjóri hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar