Hönnunarmiðstöð mun standa fyrir opnum fræðslu- og spjallfundum í vetur. Boðað er til þess fyrsta miðvikudaginn 26. sept. kl. 17.30 á Bergsson Mathúsi, Templarasundi 3.
Á fundunum verður farið yfir hagnýtar upplýsingar um þátttöku í HönnunarMars 2013 og tekið verður á viðfangsefnum sem tengjast hönnunarsenunni almennt. Fundirnir verða haldnir mánaðarlega í ljúfu umhverfi Bergsson.
Dagskrá vetrarins:
26. sept | Almennur kynningarfundur - HönnunarMars 2013
24. okt | Þátttaka í HönnunarMars - Undirtónninn 2013
14. nóv | Hvernig má best nýta sér HönnunarMars. Framsetning / best practise
4. jan | DesignMatch þátttaka. PR og markaðsmál
5. feb | Vika í skil á dagskrá, spurningar og svör
6. mars | Upptaktur að HönnunarMars
Ljósmyndin er frá sýningu Stefáns Péturs Sólveigarsonar á HönnunarMars 2009.