... á meðal kynningarefnis um hönnun í okkar daglega umverfi á Helsinki Design Week
Í dag, fimmtudaginn 6. september hefst hönnunarvikan í Helsinki, Helsinki Design Week. Fjölmargir íslenskir hönnuðir ásamt starfsfólki Hönnunarmiðstöðvar Íslands halda utan af því tilefni. Farangur þeirra er með óvenjulegra móti en af því mætti nefna 100 pakka af rauðum Ópal, 150 lopadokkur og birgðir af vanilludropum sem nota á í íslenskar pönnukökur. Þessir hlutir eru meðal kynningarefnis á sýningunni Everyday Discoveries sem dæmi um íslenska hönnun í okkar daglega umhverfi.
Hversdagslegar uppgvötanir - hönnun í okkar daglega umhverfi
Úrval hönnuða frá öllum heiminum kynna hönnun sína sem tengjast daglegu lífi fólks á sýningunni Everyday Discoveries sem er stærsta sýningin á vegum World Design Capital Helsinki 2012. Sýningunni er skipt í 6 meginþemu: Icon, Invisible, Innovation, Tradition Interpreted, Gathering og Imagination. Um 30 hönnuðir eða hönnunarteymi taka þátt í hverju þema. Á meðal íslenskra þátttakenda eru Vík Prjónsdóttir, Studio Subba, Hrafnkell Birgisson, Dögg Guðmundsdóttir, Hafsteinn Júlíusson, Volki, Áslaug Jónsdóttir og Össur.
Í hinum þekkta útstillingarglugga Stockmann stórverslunarinnar í miðborg Helsinki hefur hönnun frá Vík Prjónsdóttur verið valin á meðal áhugaverðustu hluta sýningarinnar allrar til kynningar á þemaflokknum; Tradition interpreted. Einungis einn hönnuður eða teymi kynnir hvert þema.
Helsinki ber í ár titilinn World Design Capital og hefur íslensk hönnun hefur verið áberandi í Finnlandi á árinu. Farandsýningin Íslensk samtímahönnun sem var sett upp í Design Forum Finland í nóvember s.l. markaði upphafið að árangursríku samstarfi milli landanna. Þess má geta að HönnunarMars 2012 í Reykjavík, var hluti af dagskrá hönnunarársins.
Helsinki Design Week, sem stendur yfir dagana 6.-16. september er hápunktur Hönnunarársins í Helsinki. Fjöldi íslenskra hönnuða tekur þátt í viðburðinum og kynna hönnun sína fyrir gestum hátíðarinnar.
Everyday Discoveries
Helsinki Design Week
World Design Capital Helsinki 2012