Fréttir

6.9.2012

Vinnumsiðja | Mæta með 200.000 legókubba


Íslensk/danska arkitektastofan KRADS ásamt The Why Factory og LEGO ætla að mæta með 200.000 legókubba á hönnunarvikuna í Helsinki. Þau munu standa fyrir vinnusmiðju í samvinnu við Aalto háskólann. Með kubbana að vopni verður unnið með samhengi einka- og almenningsrýma en þessar rannsóknir hófust á PLAYTIME vinnustofum KRADS. Rannsóknirnar hafa svo þróast áfram í samstarfi KRADS og The Why Factory í svokallaðri Eurohigh vinnusmiðju við Delft tækniháskólann í Hollandi síðustu misseri.

Open the Tower by KRADS, The Why Factory and LEGO
Cable Factory
Helsinki Design Week
12-16.09.2012

KRADS
Helsinki Design Week

Ljósmyndirnar sem hér eru birtar tók Frans Parthefius
















Yfirlit



eldri fréttir