Fréttir

4.9.2012

Námsstefna og smiðja | Sjálfbærni og nýsköpun í okkar umhverfi



DÖGG Guðmundsdóttur iðnhönnuður

Hvernig má nýta betur góða hugmynd?
Staðsetning: Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi 1.
Tími: Föstudagur 14. september, 2012 frá kl. 8:30-15.
 
Þann 14. september nk. standa Hönnunarsafn Íslands og fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar fyrir námsstefnunni ,, Sjálfbærni og nýsköpun í okkar umhverfi”. Aðalfyrirlesari er Dögg Guðmundsdóttur sem er einn af okkar þekktari iðnhönnuðum og hefur starfað víða um heim undir nafninu DÖGG design. Dögg hefur unnið með ýmsum þekktum framleiðendum eins og Ligne Roset og Christofle í Frakklandi og hafa gripir hennar verið sýndir í þekktum söfnum og sýningarsölum víða um heim.

Verk Daggar má skoða á síðunni doggdesign.com. Námsstefnan er haldin í tengslum við sýningu Hönnunarsafns Íslands sem heitir ,,Saga til næsta bæjar”. Á þeirri sýningu er leitast við að veita innsýn í vöruhönnun og mótun landslags hennar síðustu ár. Námsstefnan er ætluð fagfólki í hönnun, myndmenntakennurum og nemum í hönnun.

Dagskrá námsstefnunnar
Föstudagur 14. september 2012, frá kl. 8:30 -15. Sjálfbærni og nýsköpun í okkar umhverfi verður viðfangsefni námsstefnunnar. Námsstefnan er innblásinn af mastersrigerð hennar sem nefnist: ,,New Strategies Design Management with applied sustainable innovation”. Í verkum sínum notar hún náttúruleg efni, hrein og lífræn form. Dögg hefur jafnframt sett upp nýstárlegar og frumlegar sýningar sem jaðra við innsetningar eða gjörninga.

Fyrir hádegi, fyrirlestur.

Dögg heldur kynningu á eigin hönnun og fjallar um sjálfbærni, nýsköpun, hugmyndavinnu, aðferðir, samstarf við framleiðendur ásamt ákvörðunum og tilraunum varðandi efnisval gripa.

Eftir hádegi, vinnusmiðja.
Unnið með þátttakendum að rannsóknum og tilraunum varðandi efni og umhverfi. Þátttakendur eru hvattir til að mæta með nýja eða gamla hluti eða hugmyndir sem hægt væri að betrumbæta og laga með nýju efnisvali eða formi og skoða hvernig nýta má betur góða hugmynd.

UM HÖNNUÐINN:

Dögg Guðmundsdóttir er fædd árið 1970 í Reykjavík, en er búsett í Kaupmannahöfn. Stíll hennar endurspeglar einfaldleika á viðfangsefninu en muni hennar má oftar en ekki nota í fleiri en einum tilgangi og þannig gefur hún notandanum möguleika á fjörugri nálgun. Dögg nam við ,,Istituto Europeo di Design “ í Mílanó og útskrifaðist þaðan 1996. Hún stundaði einnig nám við Den Danske Design¬skole 1996-1998 sem gestanemandi á glerverkstæði, en einnig í vöruhönnun og grafíkdeild. Árið 2011 lauk hún meistaragráðu í hönnun frá ,,Det Kongelige Danske Kunstakademis Skoler for Arkitektur, Design og Konservering” í Kaupmannahöfn. Verkefnisstjóri námsstefnunnar er Árdís Olgeirsdóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi í Garðabæ. ATH. Takmarkaður fjöldi, 25 manns.

Námsstefnugjald: 6000 kr. Innifalið: Efni, kaffi og hressing.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með skráningu á: ardisol@gardabaer.is
Frekari upplýsingar www.honnunarsafn.is
















Yfirlit



eldri fréttir