Fréttir

4.9.2012

Námskeið | Rafætingar / Electroetch_6. 8. og 9. sept.



Kennari:
Víctor Rodríguez Lozano
email: info@arttrafic.com

Tími:
6. 8. og 9. september
Fimmtudagur frá kl. 18-20
Laugardagur og sunnudagur kl. 10-17

Lýsing:
Nemendur læra grunnatriði ætingar í ál. Námskeiðið er fræðilegt og verklegt. Einnig verður nemendum kynnt fræðilegu hliðina á aðferðinni með kopar og sink. Allar aðferðirnar eru vistvænni en þær hefðbundnu sem notaðar eru í dag og sama má segja um efnið sem notað er við gerð verkanna.

Staður:
Kennt verður í húsnæði félagsins íslensk grafík, Tryggvagötu 17, hafnarmegin.

Efni:
Allt efni fyrir fyrstu prufu er innifalið í verði, nemendur geta svo keypt auka pappír eða koma með sitt eigið. Einnig er gott að nemendur komi með vaselín, varaliti, gloss vax eða hvers konar hluti sem gerðir eru með dýrafeiti.

Verð:
15.000kr./12.000kr. fyrir félagsmenn ÍG, fyrir alla helgina. Við skráningu er greitt staðfestingagjald kr. 5000.
















Yfirlit



eldri fréttir