Fyrirhugað er að hafa „Ferðatöskumarkað“ fyrir utan Kirsuberjatréð á Menningarnótt, frá kl 14 – 19. Jafnvel í portinu bak við húsið líka ef þátttaka verður næg. Hugmyndin er að þátttakendur komi með söluvarning sem rúmast í einni ferðatösku. Við viljum gjarna að hlutirnir á markaðnum séu handverks og hönnunartengdir eða listaverk en síður gömul föt og slíkt. Samt er ekkert bannað.
Skráningargjald er 2000 kr sem fara í auglýsingar, þjónustu ofl. Gjaldið greiðist við upphaf markaðar.
Þátttakendur þurfa að skrá sig fyrir 16. ágúst hjá Ólöfu Erlu
olofe@centrum.is eða hjá Kristínu Sigfríði
kristin@subba.is.