Fréttir

15.8.2012

Sýningar | Spark og Kirsuberjatréð



Kirsuberjatréð
Kristín Sigfríður Garðarsdóttir

Kristín Sigfríður Garðarsdóttir opnar myndlistasýningu í Kirsuberjatrénu Vesturgötur 4 á fimmtudaginn kl. 17:00. Á sýningunni eru verk unnin úr postulín og leir ásamt teikningum. Verkin vann Kristín meðan hún dvaldi á vinnustofu við The Shigaraki Ceramic Cultural Park í Japan á síðasliðnu ári. Opið er 10-18 virka daga, 11-17 um helgar og til 22 á Menningarnott. Sýningunni lýkur 27. ágúst.

Spark Design Space
Hanna Dís Whitehead

Á Menningarnótt verða kynnt í Sparki verk Hönnu Dísar Whitehead. Í verkum sínum rannsakar Hanna Dís samband og samtal fólks við manngerða hluti. Verkefnið á uppruna sinn í útskriftarverkefni Hönnu Dísar frá Hönnunarakademíunni í Eindhoven 2011. Hún hefur hannað hluti úr steinleir þar sem notagildið er ekki skilgreint heldur opið. Hún hefur komist að því að um leið og sett er handfang á hlut skapast sterk tenging við notandann, ímyndunaraflið fer af stað og notandinn stenst ekki mátið og reynir að finna hlutverk fyrir hlutinn. Þessi árátta er afgerandi. Fólk hefur komið á framfæri ólíkum hugmyndum um notkun fyrir hlutina og stungið upp á nýjum samsetningum. Vörurnar hafa svo þróast út frá þessum viðbrögðum fólks. Hlutirnir eru að mestu leiti unnir út frá tveimur mismunandi formum, hringlaga formi og einföldum handfangs formum. Notuð eru staflanleg mót til að sýna hvernig mismunandi hæð og lengd á sama forminu kallar fram ólíka notkunar möguleika. Er hluturinn pottur, kanna eða jafnvel taska?

Hanna Dís vinnur með mismunandi áferðir á hlutunum svo sem leir , plast og málm áferðir. Þessar áferðir hafa áhrif á hugmyndir fólks um notkun. Fólki finnst málmur til dæmis hafa með hita að gera en önnur efni gefa til kynna að í þeim skuli geymdur vökvi. Hanna Dís mun halda áfram að þróa vörurnar út frá innleggi fólks þannig að nýjir hlutir bætast við á sýningartímabilinu og aðrir hverfa á braut í mismunandi hlutverk þar sem öll verkin á sýningunni eru til sölu.

Spark er opið daglega frá 10.00 – 18.00 og á laugardögum frá 12.00 – 16.00.

















Yfirlit



eldri fréttir