Þátttaka á 100% Design, stærsta hönnunarviðburði sem haldinn í Bretlandi, er einstakt tækifæri til að koma á nýjum viðskiptatengslum innan hönnunargeirans.
Enterprise Europe Network í London skipuleggur fyrirtækjastefnumót dagana 20. og 21. september í tengslum við 100% Design. Þátttaka á fyrirtækjastefnumótinu er gjaldfrjáls og taka fundirnir um 45 mín. Allar upplýsingar er að finna á eftirfarandi vefslóð:
www.b2match.eu/100percentdesign
Hvernig virkar þetta?
• Þú skráir fyrirtækið þitt með upplýsingum um samstarfsóskir á vefslóðinni
www.b2match.eu/100percentdesign fyrir 6. september.
• Frá 6.-13. september getur þú skoðað hvaða fyrirtæki hafa skráð sig og valið þau sem þú hefur áhuga á að hitta.
• Eftir 13. september færðu senda tímatöflu yfir væntanlega fundi.
Betra er að skrá fyrirtækin fyrr en seinna. Nánari upplýsingar og aðstoð vegna skráningar veitir Sandra Brá Jóhannsdóttir á netfanginu sandra@nmi.is og í síma 522 9272.
Hvað gerir Evrópumiðstöð?
Enterprise Europe Network er stærsta netkerfi sinnar tegundar í heiminum og rekur yfir 600 miðstöðvar í 48 löndum víðs vegar um heiminn. Starfsemin miðar að því að auka samstarf evrópskra fyrirtækja, rannsóknaraðila og háskóla með því að:
• Finna tækninýjungar erlendis frá sem geta nýst íslenskum fyrirtækjum og rannsóknaraðilum
• Koma nýjungum frá íslenskum aðilum á framfæri erlendis
• Leita að samstarfsaðilum í Evrópu, hvort sem um er að ræða framleiðendur, ráðgjafa, rannsóknarteymi eða vöruþróunaraðila
Þjónustan er endurgjaldslaus.
Sjá nánar á
www.een.is