Fréttir

14.8.2012

Sýning | Hugar(úr)vinnsla



Eygló Benediktsdóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir sýna keramikverk frá liðnum vetri í anddyri Norræna hússins.

Í vor útskrifuðust þær með BA próf frá Listaháskólanum í Bergen í Noregi, þar sem þær stunduðu myndlistarnám með áherslu á keramik.

Eygló og Ingibjörg sýna verk úr leir, en huglæg undirstöða er sprottin úr brunni persónulegra minninga. Þær nota tæknilega þekkingu og færni til að vinna fjölbreytileg verk s.s. skúlptúra og senur. Efnið og ferlið á stóran þátt í hugmyndafræði og endanlegri útkomu.

Verk Ingibjargar spretta upp úr ásæknum hugarefnum, tilfinningum og skynjun hennar á umhverfi og upplifunum. Hún notar jöfnum höndum dót sem hún finnur og hluti sem hún formar í leir.
Eygló sækir innblástur sinn úr náttúrunni þar sem form og litir hafa mikil áhrif, jafnan í bland við minningar frá barnæsku.

Sýningin stendur til 26. ágúst. Á menningarnótt 18. ágúst á milli kl. 18-22 munu þær stöllur sýna gjörning og bjóða gestum inn í hugarheim verkanna.

www.ingagumma.net
www.eygloben.com
www.nordice.is
















Yfirlit



eldri fréttir