Fréttir

14.8.2012

Öskjuhlíð | Hugmyndasamkeppni



Reykjavíkurborg efnir til hugmyndasamkeppni um Öskjuhlíðarsvæðið. Hugmyndirnar geta snúið að nýtingu eða breytingum, verið tillögur um varðveislu, starfsemi, uppbyggingu eða hvaðeina sem talið er að bætt geti svæðið. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur þurfi að setja fram heildarsýn fyrir allt svæðið, frekar að tillögur séu lausnir fyrir afmörkuð svæði eða almennar hugmyndir um nýtingu.

Með samkeppninni er verið að leita eftir hugmyndum um hvernig efla megi mannlíf og styrkja útivist á svæðinu ásamt hugmyndum um almenna nýtingu Öskjuhlíðarinnar.  Vonast er til þess að niðurstöður úr hugmyndasamkeppninni verði mikilvægt innlegg fyrir endanlegt rammaskipulag svæðisins en verið er að undirbúa fagsamkeppni fyrir heildarskipulag Öskjuhlíðarsvæðisins.

Skilafrestur er 1. september 2012.

Nánari upplýsingar má finna á síðu Reykjavíkurborgar hér.
















Yfirlit



eldri fréttir