Fréttir

31.7.2012

Arkitektanemar | Vinnusmiðja í Helsinki



Leitað er að tveimur MA nemendum í arkitektúr til að taka þátt í KRADS Playtime vinnusmiðju í Helsinki 10. – 15. september 2012.

Íslensk/danska arkitektastofan KRADS ásamt The Why Factory og LEGO munu mæta með 200.000 legókubba á hönnunarvikuna í Helsinki. Þau munu standa fyrir vinnusmiðju í the Cable Factory og með kubbana að vopni munu þátttakendur rannsaka ýmsar hliðar arkitektúrs og umbreyta the Cable Factory í vettvang lifandi og skapandi samstarfs.

Í vinnusmiðjunni verður áfram unnið með samhengi einka- og almennings rýma í gljúpum strúktúrum (porous structures). Þessar rannsóknir hófust á PLAYTIME vinnustofum KRADS og voru þróaðar áfram í samstarfi við KRADS í 6 mánaða langri vinnusmiðju, “Eurohigh”, á The Why Factory við Delft tækniháskólann í Hollandi.

Í tengslum við vinnusmiðjuna verða fyrirlestrar, umræður, viðburðir og fleira á dagskrá opinni almenningi.

Frekari upplýsingar um Playtime og Eurohigh, sjá hér og hér.
Frekari upplýsingar um The Why Factory, sjá: www.thewhyfactory.com/
Frekari upplýsingar um Helsinki Design Week, sjá www.helsinkidesignweek.com/


Vilt þú taka þátt?


Að hverjum erum við að leita?
Umsækjendur skulu vera íslenskir nemendur í arkitektúr á Mastersstigi.

Hvernig sæki ég um?
Sendið umsókn sem inniheldur:
 - Umsóknarbréf: Af hverju viltu taka þátt?
 - Ferilskrá
 - Staðfestingu á skólavist (á Mastersstigi) í arkitektúr

Þátttakendum verður tryggt flug til og frá Helsinki ásamt gistingu á meðan vinnusmiðjunni stendur.

Sendið umsóknina með tölvupósti á info@honnunarmidstod.is með “KRADS umsókn” í titli tölvupóstsins. Umsóknarfrestur er til 12. ágúst.

Fyrirspurnir má senda í tölvupósti á info@honnunarmidstod.is. Samband verður haft við þátttakendur 16. ágúst.

















Yfirlit



eldri fréttir