64° Reykjavik Distillery hlýtur Rauða depilinn 2012 fyrir hönnun umbúða líkjöra sem unnir eru úr íslenskum krækiberjum, bláberjum og rabarbara. Hönnuðurinn Judith Orlishausen sá um verkið.
Red dot award er virt alþjóðleg viðurkenning sem veitt er framúrskarandi hönnun á ýmsum sviðum. Þátttakendur í ár voru 6823 frá 43 löndum. Stórfyrirtæki á borð við Carlsberg, Apple og Leica voru meðal þeirra sem hlutu Red Dot verðlaunin árið 2011.
Helstu einkenni umbúðahönnunar 64° Reykjavik Distillery eru einföld stafagerð með lit í samræmi við hvern líkjör fyrir sig, leikur með tungumálin þar sem blandað er saman íslensku og ensku og skipting nafnanna í þrjár þriggja stafa línur sem samsvarar mjórri lögun flöskunnar.
Þann 24. október verður verðlaunahátíð til heiðurs vinningshöfum í Konzerthus Berlín. Gefin verður út bók þar sem verkin og verðlaunahafar verða kynntir og þennan sama dag verður einnig formleg opnun sýningar á verkunum sem stendur til 28. október. Efnið verður einnig aðgengilegt á
heimasíðu keppninnar.