Fréttir

6.7.2012

STEiNUNN meðal sýnenda á Nordic Design Today 2012



Á sýningunni í Emma - Espoo Museum of Modern Art eru verk fimm hönnuða og hönnunarteyma frá Norðurlöndunum. Þau hafa hvert um sig hlotið hin virtu Torsten og Wanja Söderberg verðlaun á undanförnum fimm árum. Verðlaunahafarnir og sýnendurnir eru Steinunn Sigurðardóttir frá Íslandi, Harri Koskinen frá Finnlandi, Henrik Vibskov frá Danmörku og teymin Front frá Svíþjóð og Norway Says frá Noregi.

Umsögn um verk Steinunnar af heimasíðu safnsins hljómar svo:
“Having worked for several well-known fashion houses, since 2000 Steinunn Sigurðardóttir has run her own business from Reykjavik with great international success. Her designs reflect her extensive experience, strong sense of fashion and keen attention to quality. Her collections also bear witness to her impeccable detailing and understanding of fabrics.
Inspired by the Icelandic landscape, Steinunn Sigurðardóttir has given the Nordic region a respect-worthy representative on the international fashion scene.”

Sýningin stendur yfir frá 11. júlí til 16. September 2012 í EMMA - ESPOO Museum of Modern Art sem er staðsett í The Weegee sýningarmiðstöðinni við Ahertajantie 5, Tapiola, Espoo (sem er eitt af úthverfum Helsinki).

Nánari upplýsingar um sýninguna má finna á heimasíðu EMMA-ESPOO safnsins.

Sýningin er hluti af World Design Capital Helsinki 2012.
















Yfirlit



eldri fréttir