Fréttir

3.7.2012

Pop-up búð í Berlín – fatahönnuðir frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi



dottirDottir opnar pop-up búð í Berlín við Torstrasse 68. Þar sýna tíu fatahönnuðir frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi sem hafa unnið að avant-garde fatahönnun og handverki afrakstur vinnu sinnar í pop-up búðinni.

Hönnuðirnir eru Barbara i Gongini og STEINUM frá Færeyjum, Bibi Chemnitz og Inuik frá Grænlandi og MUNDI, EYGLO, Hlín Reykdal, Hringa og DísDís frá Íslandi.

Hulda Rós Guðnadóttir hefur skapað eins konar verslunarinnsetningu með verkum hönnuðanna í Torstrasse.

Pop-up búðin er opin til 28. júlí 2012, mánudaga – laugardaga frá kl. 12-18.

Meira um pop-up verslunina má finna hér.
dottirdottir.com
















Yfirlit



eldri fréttir