Fréttir

25.6.2012

Lýsingarfræði | Tveggja ára fjarnám



Ein námsgrein er kennd í einu í lýsingarfræðinámi Tækniskólans. Henni lýkur með lokaverkefni/prófi áður en kennsla í næstu námsgrein hefst. Á fjórðu og síðustu önninni eru unnin tvö lokaverkefni, annað hópverkefni í hönnun lýsingar utanhúss og hitt einstaklingsverkefni í lýsingu innanhúss.

Nemendur hafa að námi loknu starfað sem lýsingarhönnuðir og aðstoðað við hönnun lýsingar, val og ráðgjöf á lampabúnaði. Einnig hafa útskrifaðir haft eftirlit með lýsingarkerfum hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum, umsjón með orkunotkun lýsingar og séð um ráðgjöf við sölu og þjónustu á lýsingarbúnaði.

Hér á heimasíðu Tækniskólans má finna nánari upplýsingar um námið s.s. námsgreinar og inntökuskilyrði.
















Yfirlit



eldri fréttir