Fréttir

22.6.2012

Nýr verkefnastjóri Hönnunarmiðstöðvar ráðinn


Ástríður Magnúsdóttir nam arkitektúr við Arkitektaskólann í Árósum og hún hefur einnig lokið námi í menningarmiðlun. Ástríður býr yfir víðtækri reynslu innan hönnunar- og menningargeirans.
Um miðjan ágúst tekur Ástríður við starfi verkefnastjóra Hönnunarmiðstöðvar af Kristínu Gunnarsdóttur sem hefur látið af störfum.

Guðlaug Friðgeirsdóttir iðnhönnuður og sálfræðinemi við HÍ og Hafsteinn Ævar Jóhannsson nemi í arkitektúr við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn hafa verið ráðin til starfa í Hönnunarmiðstöð Íslands í sumar.
Sumarstörfin eru á vegum iðnaðarráðuneytisins og eru þau hluti af átaki ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum námsmanna og atvinnuleitenda.
















Yfirlit



eldri fréttir