Fréttir

21.6.2012

Krabbameinsfélag Íslands auglýsir eftir áhugaverðum vörum



Í október mun Krabbameinsfélag Íslands halda sitt árlega árverkni- og fjáröflunarátak Bleika slaufan. Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Á hverju ári tengjast ýmsir hönnuðir Krabbameinsfélaginu með vörum sínum. Krabbameinsfélagið aðstoðar þá við kynningu og sölu og rennur hluti af ágóða vörunnar til styrktar félaginu.

Ef þú lumar á skemmtilegri vöru eða hugmynd og vilt leggja góðu málefni lið, sendu þá efni til Lailu á laila@krabb.is eða Ernu á ernam@krabb.is, fyrir 1. september 2012. Þær veita einnig frekari upplýsingar.

Hér er hægt að skoða þær vörur sem nú þegar eru til sölu á vegum Krabbameinsfélagsins.

Krabbameinsfélagið er áhugamannafélag rekið fyrir velvild almennings.
















Yfirlit



eldri fréttir